Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 26. 2014 | 19:00

Rory: „Dubai er heimili mitt að heiman“

Fyrir 5 árum í þessari viku tryggði Rory McIlroy fyrsta sigur sinn í atvinnumóti, þegar hann sigraði  Omega Dubai Desert Classic, 2009 …. átti 1 högg á þann sem næstur kom, Justin Rose. Omega Dubai Desert Classic er einmitt mót vikunnar á Evrópumótaröðinni núna í nk. viku.

Sem áhugamanni hafði Rory verið boðið tvisvar áður í mótið – þ.e. 2007 sem var fysta reynsla hans af atvinnumóti – og síðan þá hafa tengsl hans við Dubai stöðugt styrkst.

Nú er Omega Dubai Desert Classic mótið haldið í 25. sinn og af því tilefni tók The National langt og mikið viðtal við Rory, sem aðeins verður gripið niður í hér.

Spurning: Þú hefir auglljóslega sérstök tengsl við Dubai. Geturðu talað um fyrstu skiptin sem þú spilaðir hér sem áhugamaður?

Rory: Ég er ekkert að fela þá staðreynd að mér líkar virkilega við Dubai; það er sérstakur staður og staður sem ég get kallað „heimili mitt að heiman.“ Þessi tengsl stafa frá þeim tíma sem ég var áhugamaður og hafa varað síðan.  Mér hefir alltaf fundist ég velkominn og því varð Dubaí sá staður sem ég undirbý mig hvert ár fyrir næsta keppnistímabil.

Að spila hér sem áhugamaður í Desert Classic áður en ég vann hafði mikil áhrif á mig og kennslukúrvan hér var brött.

Hérna var ég 16 eða 17 ára að spila gegn einhverjum bestu kylfingum heims. Ég var með svolitla stjörnuglýju í augunum og fannst ég ekki standa jafnfætis þeim, sem ég hafði aðeins séð í sjónvarpi og stúderað í smáatriðum, en þetta skerpti einbeitinguna og veitti mér innsýn í heim sem ég vildi vera hluti af.“

Spurning: Meðan þú kepptir hér sem áhugamaður 2008, laumaðistu inn með myndavél til þess að taka mynd af Tiger. Nú kemur þú hingað sem jafningi hans, vinur og skæður keppinautur. Geturðu lýst hvernig samband ykkar hefir þróast?

Rory: “Ha, þetta var svolítið vogað. Ég var ungur og bar mikla virðingu fyrir Tiger og hef gert það, en bara fyrir þær sakir að tækifærið gæfist ekki aftur þá liðkaði ég aðeins fyrir því.  Það var þess virði fyrir mig að sjá hversu frábærlega Tiger slær boltann og fá tilfinningu fyrir þeirri viðveru sem hann hefir á vellinum.

Í dag er þetta auðvitað öðruvísi. Okkur finnst gaman að samkeppninni og við höfum orðið vinir af því að við höfum dregist saman í ráshóp eða höfum spilað gegn hvor öðrum holukeppni.

Það að ég hef farið upp heimslistann á síðustu árum hefir orðið til þess að við höfum mættst á vellinum og svo síðan liggja leiðir okkar saman vegna skuldbindinga okkar við styrktaraðila okkar. Það gerist kannski oftar hjá okkur en öðrum kylfinga þegar dagskrár okkar leiða okkur saman.“

Spurning: Kaffiketils bikar Classic mótsins er á stofugolfinu hjá þér í Flórida. Hver er merking þess og hvernig lenti hann þar?

Rory: Verðlaunagripurinn var einn af fyrstu silfurmununum sem ég flutti til Flórída frá Norður-Írlandi. Ákvörðunin um að hafa hann á stofugólfinu var vegna þess hversu fallegur bikarinn er sem stofumunur. Mér líkar líka að láta hann minna mig á fyrsta sigur minn sem atvinnumanns og hversu mikilvægt það var mér til þess að verða sá kylfingur, sem ég varð. Og svo er ég ekki með hillu í skápnum mínum fyrir grip sem er svona stór!“

Til þess að sjá viðtalið í heild SMELLIÐ HÉR: