1 árs giftingarafmæli Morgan Pressel
Bandaríski LPGA kylfingurinn Morgan Pressel giftist fyrir ári síðan Andrew Bush.
Giftingin fór fram í Palm Beach í Flórída og stóð veislan í 3 daga.
Sjá má myndir frá giftingu Pressel og Bush með því að SMELLA HÉR:
Smellið endilega á „Read More“ en þá opnast á PDF skjal frá tímaritinu glæsilega um brúðkaup insideweddings.com en þar eru gullfallegar myndir frá þessum besta degi í lífi Pressel.
Hér að neðan má sjá kynningu greinarhöfundar á Morgan Pressel, sem iGolf birti með góðfúslegu leyfi greinarhöfundar á afmælisdegi Pressel 23. maí 2010:
„Bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel er fædd 23. maí 1988 og er því 22 ára í dag. (INNSKOT: Ath!!! Greinin er skrifuð 2010! Pressel er 25 ára í dag 24. janúar 2014. Greinin er birt 2010 og miðast allar upplýsingar við það sem fyrirliggjandi var 2010). Morgan missti móður sína úr brjóstakrabbameini, þegar hún var aðeins 15 ára gömul, 2003 og flutti eftir það til móðurforeldra sinna og býr enn hjá þeim í Boca Raton í Flórída. Afi hennar Krickstein Sr. er fv. læknir og meinafræðingur, kominn á eftirlaun og er umboðsmaður og þjálfari Morgan.
Krickstein eldri er ekki óvanur að gera unga íþróttamenn að afreksstjörnum en sonur hans, þ.e. móðurbróðir Morgan, Aaron Krickstein var á sínum tíma einn af 10 bestu tennisleikurum heims. Morgan segist sækja mjög styrk í trú sína, en hún er gyðingstrúar.
Árið 2001 var Morgan yngsti kvenkylfingur til þess að ávinna sér rétt til að spila á US Women´s Open, einungis 12 ára gömul, en það met var slegið 2007 af Alexis Thompson, en hún var þó nokkrum mánuðum yngri en Morgan þegar hún ávann sér rétt til að spila á mótinu.
Stærsti sigur Morgan í golfinu var árið 2008 þegar hún sigraði Kraft Nabisco risamótið og er hún til dagsins í dag sú yngsta af LPGA kvenkylfingum, sem sigrað hefir á risamóti, en hún var aðeins 18 ára og 303 daga gömul.
Morgan tók þátt í Sybase LPGA meistaramótinu í holukeppni, sem haldið er að Hamilton Farm í Gladstone, New Jersey, dagana fyrir afmælið 20.-23. maí 2010.
Á 1. keppnisdegi sigraði Morgan, suður-kóreönsku stúlkuna Jimin Kang í 2 holu umspili og komst í 32 manna úrslitin – á 2. keppnisdegi fór leikur Morgan gegn hinum sterka sænska mótherja, Sophie Gustafson einnig í umspil (reyndar var það eini leikurinn þann daginn, þar sem bráðabana þurfti til, til þess að knýja fram úrslit) og sigraði Morgan, Sophie á 1. holu umspilsins.
Þar með var Morgan Pressel komin í 16 manna úrslitin. Á 3. keppnisdegi (í gær) keppti Morgan við skoska kylfinginn Catrionu Matthew og fór sá leikur einnig í umspil en nú var gæfan ekki við hlið Morgan; hún tapaði fyrstu holu umspilsins og var úr leik. Catriona tapaði síðan í undanúrslitunum gegn Angelu Stanford, sem keppir til úrslita nú í dag um meistaratitil LPGA í holukeppni.
Það hefði verið frábær afmælisgjöf fyrir Morgan Pressel að sigra holukeppnina í dag og eflaust hefir hún ætlað sér það, en…. það kemur bara keppni eftir þessa keppni og Morgan á framtíðina fyrir sér með mörgum góðum árum í golfinu.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
