Ólafur Björn Loftsson on one of his favorite golfcourses in Iceland – the Vestmanna Islands golfcourse. Photo: gsimyndir.net Fylgist með Ólafi Lofts á West Orange CC í Flórída í dag
Ólafur Björn Loftsson, NK, mun á næstunni taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour Latino América, þ.e. suður-amerísku mótaröðinni.
Í dag hefur hann hins vegar leik í móti á NGA mótaröðinni í Orlando, nánar tiltekið í West Orange CC, til þess að komast í spilaform og vera vel undirbúinn fyrir þá suður-amerísku, en 5 efstu af þeirri mótaröð hljóta þátttökurétt á Web.com mótaröðinni, sem er sem stendur eini aðgangurinn að bestu mótaröð heims, PGA Tour.
Fylgjast má með gengi Ólafs Björns í West Orange CC með því að SMELLA HÉR:
Ólafur Björn segir eftirfarandi um ofangreint á facebook síðu sinni:
„Kominn til Orlando, tilbúinn til að hefja nýtt keppnistímabil. Ég hef lagt afar hart að mér að undanförnu og hlakka til að takast á við næstu verkefni.
Ég hef ákveðið að taka þátt í úrtökumóti fyrir PGA Tour Latinoamérica sem er Suður-Ameríska mótaröðin í golfi. Mótið fer fram 21.-24. janúar í Flórída og taka 132 kylfingar þátt á þessum stað. 20 efstu vinna sér inn þátttökurétt á mótaröðinni sem hefst í Kólumbíu í febrúar.
Efstu fimm leikmennirnir á peningalista PGA Tour Latinoamérica í árslok öðlast þátttökurétt á Web.com mótaröðinni í Bandaríkjunum sem er næsta mótaröð fyrir neðan PGA mótaröðina.
Ég stefni að því að spila mikið á næstu dögum og komast í gott leikform. Ég er til að mynda skráður til leiks í þriggja daga móti á NGA mótaröðinni sem hefst á þriðjudaginn í Orlando.
Ég vil nýta tækifærið og þakka öllum mínum stuðnings- og styrktaraðilum fyrir frábæran stuðning á síðasta ári. Ég fer inn í nýtt tímabil fullur sjálfstrausts og tilhlökkunar.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
