PGA: John Daly nær niðurskurði – en meiddur á olnboga aftur og óvíst hvort hann klárar!
John Daly sneri aftur á PGA Tour eftir að hafa verið í 6 mánuði frá, en hann gæti þurft að vera enn lengur frá, eftir að meiðsl í olnboga tóku sig upp eftir högg Daly í sandglompu á 3. holu 2. hrings Sony Open.
Daly, sem fór í uppskurð með olnbogann 9. júlí til þess að láta laga rifna sin, virðist hafa rifið upp sárið á 12. holu Waialae Country Club (3. holu á 2. hring Daly) þar sem hann var að slá úr flatarglompu.
Þá voru 15 holur eftir og leikur Daly eftir það býsna skrautlegur vegna verkjar í olnboganum – hann var m.a. með 2 skramba, 3 skolla, 2 fugla og örn það sem eftir var! …. og rétt náði í gegnum niðurskurð þann fyrsta frá því hann spilaði í FedEx St. Jude Classic, 2013, þar sem hann varð í 77. sæti.
„Ég gat bara ekki hætt að húkka,“ sagði Daly um hring sinn í gær. „Guð sé lof púttaði ég vel.“
Daly var með 22 pútt og chippaði eitt sinn beint ofan í þ.e. á 18. holu þegar hann fékk örninn!
Daly hafði ekkert spilað á PGA Tour frá því á Greenbrier Classic á síðasta ári og var að vonast eftir að olnbogameiðslin væru að baki. Óvíst er hvort hann nái að klára mótið, hann er með olnbogann á ís yfir nótt og bíður bara úrskurðar lækna rétt fyrir 3. hring mótsins.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
