Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 11. 2014 | 09:00

GK: Skráningafrestur í liðapúttmót Hraunkots til 5. febrúar

Þá er komið að því á ný að liðapúttmótaröð Hraunkots hefji göngu sína.

Verðlaun verða veitt fyrir 4 efstu sætin en 35% af þátttökugjaldi fer í verðlaun. Stofnuð verður síða á facebook þar sem úrslit hvers leiks eru sett inn og umræður og vangaveltur skapast vonandi um einstaka leiki.

Þátttökugjald er kr. 15.000,- fyrir hvert lið. Í hverri viku er leikinn einn leikur, 36 holu holukeppni, 1 x betri bolti, 2 x tvímenningar. Hvert lið hefir hámark 6 keppendur.

Skráningafrestur er til 5. febrúar 2014.

Liðum verður skipað í riðla. Form úrslitakeppni ræðst af fjölda liða í keppninni.

ALLIR VELKOMNIR

Þetta er gott tækifæri fyrir spilahópa og félaga til að halda golffélagsskapnum gangandi í vetur.

Hægt er m.a. að skrá sig með að senda tölvupóst á hraunkot@keilir.is