Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 09:00

DJ giftist Gretzky í haust

Nr. 16 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) er nú staddur í Kapalua, Hawaii, en þar hefst í dag mót meistaranna, Tournament of Champions (stutt: TOC) þ.e. þeirra sem sigruðu á PGA Tour á s.l. ári.

DJ á titil að verja en mun ekki taka þátt vegna eymsla í háls- og hnakkavöðva. Hann átti að spila með Adam Scott. Í stað DJ mun Rory Sabbatini spila í mótinu.

Aðspurður um hvað hefði gerst sagðist DJ hafa legið eitthvað skakkt og þetta hefði bara gerst.

Á blaðamannafundi fyrir TOC tilkynnti DJ að hann myndi giftast dóttur hokkígoðsagnarinnar kanadísku Wayne Gretzky, þ.e. Paulinu næsta haust.

„Við höfum ekki ákveðið giftingardaginn enn, en við munum gifta okkur næsta haust,“ sagði DJ.