Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 00:30
GKG: Kristófer Orri náði frábærum árangri í PARS Junior í Orlando
Þrír af efnilegustu kylfingum GKG eru staddir í jólafríi með fjölskyldum sínum í Orlando og tóku þátt í sterku
unglingamóti á PARS Junior mótaröðinni. Mótið fór fram 28.-30. desember og var haldið á Orange County
National, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur, en íslenski landsliðshópurinn fór nokkur ár þangað
í æfingaferðir. Einnig er þar haldið annað hvert ár lokakeppnin í úrtökumótinu um sæti á PGA mótaröðinni.
Þeir Bragi Aðalsteinsson, Hlynur Bergsson og Kristófer Orri Þórðarson tóku þátt í mótinu og stóðu
sig allir mjög vel og öðluðust góða og mikilvæga reynslu sem nýtist þeim á komandi tímabili. Kristófer náði
frábærum árangri og lék hringina þrjá á aðeins 4 höggum yfir pari, og endaði jafn í 7. sæti. Frábær árangur
hjá Kristófer sem var nýlega valinn í Afrekshóp GSÍ fyrir árið 2014, eftir góðan árangur á seinasta tímabili.
Sjá árangur þeirra hér fyrir neðan, einnig er hægt að SMELLA HÉR: til að skoða úrslit allra og fræðast nánar um
mótið.
15-18 ára flokkur
7. sæti Kristófer Þórðarson 74 74 72 = 220
31. sæti Hlynur Bergsson 78 82 78 = 238
13-14 ára flokkur
10. sæti Bragi Aðalsteinsson 80 81 85 = 246
Höfundur: Úlfar Jónsson
Heimild: GKG
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
