Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 16:30

PGA: Phil og Tiger ekki með í TOC

TOC eða m.ö.o. Tournament of Champions mótið markar ekki lengur upphaf keppnistímabils PGA, þó það sé fyrsta mótið á dagskránni hjá PGA Tour á hverju ári.

Enn einu sinni hafa Tiger Woods og Phil Mickelson tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í mótinu þó báðir eigi keppnisrétt á því, þar sem þeir unnu mót ár árinu 2013, en einungis sigurvegarar hvers árs á PGA Tour fá keppnisrétt í mótinu.

Jafnframt munu Graeme McDowell, Justin Rose og Henrik Stenson, ekki taka þátt.

Meðal þátttakendanna 30 er sigurvegarar frá 2013 og upphafi 2013-2014 keppnistímabilsins. Þ.á.m. eru sá sem á titil að verja Dustin Johnson og Masters sigurvegarinn Adam Scott, sem spila mun í mótinu í fyrsta sinn frá árinu 2011.