Sergio Garcia efstur – Stenson í 2. sæti í Thaílandi eftir 3. dag
Sergio Garcia lauk 3. hring á Thaíland Golf Championship með 2 fuglum og var á 7 undir pari, 65 höggum og er kominn með 4 högga forskot á næstu menn: nr. 1 í Evrópu, Henrik Stenson (65) og Indverjann Anirban Lahiri (67).
„Ég náði nokkrum góðum höggum og fylgdi þeim síðan eftir með 2-3 virkilega góðum púttum og það var gaman að ljúka með fuglum en þetta er mjög erfiður lokakafli,“ sagði Garcia eftir hringinn góða, en hann leiðir sem segir fyrir lokahringinn, sem leikinn verður á morgun.
Justin Rose, sem leiddi með Garcia í hálfleik náði aðeins að leika á 70 höggum og er 5 höggum á eftir Garcia nú í 4. sæti.
Garcia hefir vakið nokkra athygli fyrir að vera með austurrísku kærestu sína, leikkonuna Katharinu Boehm á pokanum, en þess ber að geta að 16 ára aldursmunur er á þeim, Boehm fædd 1964 (49 ára) og Garcia 1980 (33 ára).
Garcia virðist ánægður með kaddýinn sinn nýja en grínaðist með að Boehm færi of hægt yfir og héldi aftur af honum.
„Ég hugsa að ef hún væri ekki á pokanum myndi ég líklega vera á 25 undir pari,“ sagði Garcia m.a. „Nei, í allri alvöru, það er frábært að hún sé með svo ekki sé talað um á pokanum hjá mér þessa vikuna.“
„Hún er mjög jákvæð með góða orku og það er það sem ég elska við hana og það er frábært að gera þetta með henni.“
„Þetta er reynsla ekki aðeins fyrir mig heldur líka hana og hún er örugglega áhugaverð og það verða fullt af góðum minningum.“
Eftir hringinn í dag sagði Stenson: „Þetta var góður dagur og örugglega sá besti sem ég spilaði þessa vikuna. Ég náði góðum fuglum og bjargaði mér vel fyrir horn stundum til þess að halda þessu gangandi …. ég sá að Sergio kláraði með 2 fuglum til þess að komast í 4 högga forystu aftur þannig að það verður að spila gott golf á morgum til að ná honum á morgun. Ég veit að hann er örvætingarfullur að koma höndum yfir verðlaunagripinn, hann spilaði vel í ár en hefir ekki tekist að sigra neitt. Ég kem til með að reyna að skora á hann og sé bara til hvað gerist.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
