GK: Arnar B. Atlason var kjörinn nýr formaður GK – hagnaður 12,6 milljónir
83 félagar mættu á aðalfund Keilis sem haldin var í gærkvöldi í golfskálanum. Már Sveinbjörnsson stýrði fundinum af röggsemi, helstu rekstrarniðurstöður voru:
Félögum fækkaði á milli ára um 3. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 27.3 m.kr og hagnaður ársins nam 12.6 m.kr.
Smellið hér til að sjá ársskýrslu og reikninga stjórnar fyrir árið 2013
Bergsteinn Hjörleifsson hætti sem formaður Keilis, Bergsteinn hefur skipað formannsembættið í alls 10 ár og einn dag. Einnig hættu í stjórn Guðmundur Haraldsson og Hálfdan Þór Karlsson. Guðmundur hefur setið í stjórn Keilis síðan 2000 og Hálfdan Þór Karlsson sem formaður í fjögur ár og stjórnarmaður síðan 2002. Bergsteini og Guðmundi voru veitt gullmerki Keilis á fundinum.
Arnar B. Atlasson var kjörinn formaður Keilis.
Einnig voru kosin í stjórn:
Til tveggja ára í aðalstjórn, Ingveldur Ingvarsdóttir og Pálmi Hinriksson
Til eins árs í aðalstjórn, Sveinn Sigurbergsson og Davíð Arnar Þórsson
Til eins árs í varastjórn, Guðmundur Örn Óskarsson og Ellý Erlingsdóttir
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
