Helen Alfredsson rekin fyrir óviðeigandi ummæli um skoska þyrluslysið
Enn berast fréttir af því að golfíþróttin tengist skelfilega sorglegu þyrluslysinu, sem átti sér stað um síðustu helgi í Glasgow, Skotlandi, þar sem 9 létust og a.m.k, 32 slösuðust.
Slysið tengdist golfíþróttinni fyrst þannig að ástralski kylfingurinn Steve Elkington var með ósmekklega brandara um slysið, sem fór skiljanlega verulega fyrir brjóstið á skoskum fjölmiðlamönnum, sem margir hverjir voru fljótir að svara fyrir sig s.s. Golf 1 greindi frá. Sjá með því að SMELLA HÉR:
Nú berast enn fréttir um óviðeigandi sagnir kylfinga um slysið, en í þetta sinn voru viðbrögðin snörp. Hin sænska Helen Alfredsson, sem var að lýsa Omega Dubai Ladies Masters mótinu fyrir OSN Sports var rekin í gær fyrir „óviðeigandi“ athugasemd um þyrluslysið.
Helen, sem er sigurvegari 11 LET móta og dró sig í hlé á s.l. ári, var að lýsa Omega Dubai Ladies mótinu fyrir OSN Sports þegar þyrla flaug yfir. Helen sagði þá að hún vonaðist til að flugmaður þyrlunnar væri betri en sá í Glasgow.
Áhorfendur sem fylgdust með lýsingu Helenar fóru á félagsmiðlana og dundi gagnrýnin sem haglél á OSN Sports fyrir að senda út svona lýsingar.
Í kjölfarið var Helen rekin og landa hennar Carin Koch, sem ekki komst í gegnum niðurskurð á mótinu tók að sér lýsingu frá mótinu.
Helen sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem hún sagðist sjá eftir því sem hún gerði, sem var þó a.m.k. meira en Elkington gerði! Í fréttatilkynningu Alfredson sagði m.a.: „Það var ekki ásetningur minn að særa nokkurn og ég er eyðilögð ef ég hef sært einhvern. Ég fer mjög hjá mér vegna þessa, þar sem þetta var ekki ásetningur minn á nokkurn hátt.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
