Valdís Þóra Jónsdóttir, GL. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2013 | 20:30

Valdís Þóra í 21. sæti eftir 2. dag

Valdís Þóra Jónsdóttir, GL, tekur þátt í úrtökumóti fyrir sæti á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Úrtökumótið fer fram á Royal Golf Dar Es Salam vellinum í Rabat, Marokkó.

Í dag var 2. hringurinn leikinn og náði Valdís Þóra ekki að sýna sínar bestu hliðar, lék á 9 yfir pari, 81 höggi.

Á hringnum fékk Valdís Þóra 2 fugla, 7 skolla og síðan skrambans skramba á 18. holu – snjókerlingu á par-5 18. holunni í miðri eyðimörkinni í Marokkó!!!

Eftir 2 leikna hringi er Valdís Þóra í 21. sæti og verður hreinlega að eiga 2 geysigóða lokahringi til þess að vera örugg áfram.

Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag Lalla Aicha úrtökumótsins fyrir LET í Marokkó SMELLIÐ HÉR: