Golfvellir í Kanada (V): Campilano
Icelandair bjóða nú upp á beint flug til tveggja nýrra áfangastaða í Kanada: Edmonton og Vancouver og þar opnast tækifæri fyrir íslenska kylfinga til þess að spila glæsilega golfvelli Kanada.
Í Kanada eru um 2000 golfvellir. Þar af eru 233 í British Colombia og þar af eru 46 í næsta nágrenni Vancouver. Golf 1 hefur í dag kynningu á nokkrum þessara 46 „Vancouver“ golfvalla.
Í nýlegri grein Golf Digest var einn golfvöllurinn nálægt Vancouver (um 7 mílu þ.e. í 11 km fjarlægð frá miðborg Vancouver), í Campilano Golf & Country Club talinn 3. besti golfvöllur Kanada (af 2000!!!). Til þess að sjá grein Golf Digest um 30 bestu golfvelli í Kanada SMELLIÐ HÉR:

Það eru margar flottar golfholur á Campilano eins og þessi par-3 14. hola sem nefndist Portal. Hún þykir ein sérstakasta par-3 hola í Kanada
Golfvöllurinn „Capilano“ er nefndur eftir síðasta indánahöfðingja Squamish og Musqueam indíana, Capilano, sem dó 1870, en völlurinn er byggður á gömlu indíanalandi Capilano.

Margar minjar um indíana eru í nálægð við Capilano golfvöllinn og mörg kennileiti nefnd í höfuðið á síðasta indíánahöfðingjanum m.a. Capilano brúin en þessar minjar eru nálægt brúnni
Klúbburinn var stofnaður 1936 af ungum viðskiptajöfri A.J.T. Taylor, sem m.a. fékk stuðning Guiness fjölskyldunnar í Bretlandi til verksins. Jafnvel þó fallegt klúbbhúsið beri af öðrum þá er styrkur Campilano þó einkum fólginn í golfvellinum.
Golfvöllurinn var hannaður af einum besta golfarkítekt síns tíma Stanley Thompson og þykir þar að auki besta verk hans.
Campilano er 18 holu par-72 og opnaði dyr sínar í apríl 1939 þegar forseti klúbbsins, sem átti eftir að verða æðsti stjórnandi British Colombia þ.e. Lieutenant Governor of British Columbia W. C. (Billy) Woodward tók fyrsta höggið.
Fyrstu 6 holurnar eru frekar niður í móti og sú 6. býður m.a. upp á gullfallegt útsýni yfir Vancouver.
7. brautin er ein sú erfiðasta á Campilano – upp í móti, eins og reyndar allar næstu 6 holurnar – en sú 7. spilast bæði löng og svo er fullt af sandglompum á henni. Holur 13.-18. á Campilano þykja meðal bestu lokahola í heimi. Ástæðan er einföld þær eru krefjandi og landslagið í vellinum er hreint út sagt ótrúlegt. Sérstaklega verður flestum par-3 14. holan, Portal eftirminnileg en þar er slegið niður á litla frímerkjaflöt.
En sjón er sögu ríkari og nú er bara að skella sér eins og í vikuferð til Vancouver til þess að prófa þessa golfperlu! (Til þess að lesa um völlinn holu frá holu og taka þar með forskot á sæluna – endilega farið á heimasíðu klúbbsins hér fyrir neðan og fáið upplýsingar um sérhverja holu Campilano!!!) (Smellið á heimasíða hér að neðan, veljið PUBLIC vinstra megin og síðan COURSE, þá er leiðarvísir í máli og myndum um hverja holu Capilano!)
Upplýsingar:
Heimilisfang: 420 Southborough Drive – West Vancouver BC – Kanada V7S 1M2
Sími: (604) 922-9331
Fax: (604) 922-2541
Heimasíða Campilano: SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


