Dyson fékk skilorðsbundið leikbann
Simon Dyson fékk 2 mánaða leikbann í gær fyrir brot sitt á BMW Masters s.l. þar sem hann lagfærði takkafar í púttlínu sinni á 8. flöt.
Leikbannið var jafnframt skilorðsbundið þannig að ekki kemur til þess, nema Dyson brjóti golfreglurnar aftur næstu 18 mánuði.
Jafnframt var komist að þeirri niðurstöðu um engan ásetning Dyson til brotsins hafi verið að ræða.
Dyson var hins vegar sektaður um £30,000 (u.þ.b. 6 milljónir íslenskra króna) og gert að greiða £7,500 í málskostnað (u.þ.b. 1,5 milljónir íslenskra króna). Á síðasta keppnistímabili græddi Dyson meira en £335,000 (60 milljónir íslenskra króna í mótum Evrópumótaraðarinnar) þannig að sekting ásamt kostnaði er u.þ.b. tíund af innkomu hans.
Eftir að Dyson var vikið úr BMW Masters mótinu, sem m.a. varð til þess að hann varð af lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí, sendi hann frá sér fréttatilkynningu þar sem m.a. sagði:
„Athöfn mín var ekki á nokkurn hátt af ásetningi, enginn ásetningur stóð til þess að brjóta reglurnar. Þetta voru einfaldlega slysamistök, sem ég sé ekki eftir mér að biðjast afsökunar á og sérstaklega bið ég félaga mína á túrnum afsökunar fyrir þau óþægindi og skömm sem ég hef óviljandi valdið.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
