Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 11:30

Guan með í Hong Kong Open

Kínverska unglingsgolfstjarnan Guan Tianlang frá Guangzhou ætlar sér að komast í gegnum niðurskurð á Hong Kong Open, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum og hefst á morgun.

Guan skaust á stjörnuhimininn þegar hann skrifaði sig í golfsögubækur með því að vera yngsti þátttakandi í Masters risamótinu og jafnframt sá yngsti sem náð hefir niðurskurði eða 14 ára, 5 mánaða og 18 daga.

Hann lék í kjölfarið á mótum PGA þ.e. Zurich Classic í New Orleans og náði niðurskurði þar líka – 14 ára strákurinn!!!

Nú er Guan orðinn 15 ára.

„Ég ætla að njóta vikunnar og reyna að ná lágu skori,“ sagði Guan við blaðamenn í aðdraganda mótsins.

„Ég finn ekki fyrir neinni pressu þar sem ég er enn að gera þá hluti sem ég hef verið að vinna í og tilfinningin er bara þægileg.“

„Ég hef ekki sett nein markmið fyrir sjálfan mig en ef ég get sett saman 4 góða hringi verð ég ánægður,“ bætti hann við í gær.

„I’ve not set any targets for myself but if I can put four good rounds together I’ll be happy,“ he added in comments Tuesday.

Fyrstu tvo hringina mun Guan spila með  John Daly og Dananum Thorbjörn Olesen.

Sá sem er talinn sigurstranglegastur er spænski kylfingurinn Miguel Angel Jiménez , sem verður 50 ára á næsta ári og er hæst rankaði leikmaður mótsins eða í 48. sæti heimslistans.  Hann hefir sigrað þrívegis á Hong Kong Open og segist ávallt njóta þess að spila í mótinu.

Það er því spennandi golfhelgi framundan!!!