Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2013 | 10:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Andreas Hartö (10/27)

Nú verður fram haldið að kynna nýju strákana á Evróputúrnum 2014 þ.e. þá 27 sem fengu kortin sín á Evrópumótaröðina fyrir keppnistímabilið 2014 í gegnum lokaúrtökumót Q-school, sem fram fór á PGA Catalunya golfvellinum í Girona, Spáni, 10.-15. nóvember s.l.

Haldið verður áfram að kynna þá 5 stráka sem urðu í 17.-22. sæti og voru allir á samtals 10 undir pari, 418 höggum.  Andreas Hartö  frá Danmörku  var einn þeirra, (lenti í 18. sæti með hringi upp á 67 70 69 72 69 71) og hlaut í verðlaunafé € 2.440,-  Hartö var reyndar annar af tveimur Dönum sem hlutu kortin sín að þessu sinni (hinn var Lars Bjerregaard sem þegar hefir verið kynntur).

Hartö fæddist 26. júlí 1988 í Kaupmannahöfn og er því 25 ára. Hann er í Furesöe golfklúbbnum.  Hartö skipti úr fótbolta yfir í golf 13 ára. Nú er öll fjölskyldn meira og minna komin í golf, m.a. pabbi hans Kaspar, sem m.a. hefir verið á pokanum hjá honum.

Hartö  komst fyrst á Evróputúrinn í gegnum Q-school 2010 og spilaði því þar keppnistímabilið 2011 en gekk ekki vel. Hann spilaði því á Áskorendamótaröðinni 2012 og komst í gegnum þá mótaröð inn á Evróputúrinn keppnistímabilið 2013, en varð að fara aftur í Q-school þar sem hann varð í 119. sæti á peningalistanum. Nú flaug hann í gegn – tók 18. kortið.

Hartö er alltaf með 4 hvít tí á sér, 100 líru myntina sem hann notar sem boltamerki og R&A gaffalinn.  Hartö les glæpasögur til þess að taka hugann af golfinu

Hartö vakti m.a. athygli á sér með því að slá buxnalaus nú fyrr á árinu í Hassan Trophée mótinu sjá með því að SMELLA HÉR: