LPGA: Jutanugarn hlýtur nýliðaverðlaunin
Moriya Jutanugarn er fyrsti kylfingurinn frá Thaílandi til þess að hljóta Louise Suggs nýliðaverðlaunin á LPGA mótaröðinni.
Moriya varð glöð þegar niðurstaðan lá ljós fyrir og sagði m.a. við blaðamenn: „Þetta hefir mikla þýðingu fyrir mig. Mér finnst eins og ég hafi gert þetta fyrir land mitt, fjölskyldu og áhangendur, fyrir Thaíland. Ég er ansi viss um að allir verði virkilega ánægðir.“
Jutanugarn náði forystunni um Louise Suggs nýliðaverðlaunin snemma árs en síðan gerði þýska Solheim Cup stjarnan Caroline Masson harða hríð að henni um mitt árið.
Fyrir lokamót ársins á LPGA mótaröðinni CME Group Titleholders var Masson með 11 stiga forystu á Jutanugarn, en lauk keppni T-61 í mótinu meðan Jutanugran átti ágætis hringi upp á 70-72-74-72 og varð í 33. sæti og 1 stigi framar Masson og krækti sér þannig í nýliðaverðlaunin.
Moriya sagðist ekkert hafa verið stressuð í Titleholders mótinu, en eftir á þegar henni var ljóst hversu litlu munaði þá sagðist stressið hafa dunið á henni.
Moriya varð efst í Q-school LPGA, þ.e. 1. sæti árið 2012. (Sjá má kynningu Golf 1 á henni með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
