Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ. Mynd: Golf 1 Úr framboðsræðu Hauks Arnar Birgissonar, forseta GSÍ
Haukur Örn Birgisson var kjörinn forseti GSÍ á Golfþingi Íslands s.l. laugardag, 23. nóvember 2013.
Hann fékk 5 mínútur til þess að halda framboðsræðu og í henni kom m.a. eftirfarandi fram:
Haukur Örn hóf mál sitt á því að þetta væri í fyrsta sinn í sögu GSÍ, sem kosið væri um forseta Golfsambandsins. Hvað sig persónulega varðaði þá væri hann starfandi hæstaréttarlögmaður, sem ætti konu og 2 börn og hefði starfað lengi í golfi. Hann kæmi úr Golfklúbbnum Oddi en ætti aukaaðild að Golfklúbbnum á Flúðum. Hann hefði verið í nokkur ár í stjórn GO og síðan í stjórn GSÍ í 8 ár. Eins hefði hann setið í stjórn EGA (European Golf Association) undanfarin 3 ár. Með þessum störfum teldi hann sig hafa öðlast ágætis reynslu og þekkti hver krók og kima GSÍ.
Hann sagði aðalmarkmiðið vera að koma í veg fyrir brottfall barna og unglinga frá golfíþróttinni og tími væri kominn til að allir legðust á eitt að tækla það. Efla yrði kynningu á golfi í grunnskólum landsins – endurvekja yrði skólagolfið í samstarfi við alla grunnskóla í landinu – það yrði að framleiða golf.
Rauði þráðurinn væri að leggja áherslu á „hinn almenna kylfing“ – á hann ætti að setja fókusinn.
Hvað mótamál snerti sagði Haukur Örn að sitt sjónarmið væri að gera umgjörðina betri, keppendur yrði að hafa þá tilfinningu að þeir væru að keppa á einhverju merkilegu.
Hvað útgáfumál snerti sagði Haukur Örn að sér þætti vænt um Golf á Íslandi og það væri GSÍ mikilvægt.
Aftur að markmiðunum þá sagði hann GSÍ þurfa að efla samráð við golfklúbba – það þyrftu að eiga sér stað málefnalegar umræður allt árið um kring. GSÍ ætti að vinna fyrir golfklúbba og gera það sem þeir bæðu um, svo fremi þess væri kostur. GSÍ væri þjónustu- og framkvæmdaaðili.
Haukur Örn fór aðeins yfir árangurinn sem náðst hefði þau ár sem hann hefði setið í stjórn GSÍ og sagði hann stórkostlegan. Félagsbundnum kylfingum í klúbbum hefði fjölgað úr 8500 í 16000 og kvenkylfingum úr 10% í 30%. Það væru golfvellir um allt land og í stjórnarsetu sinni í EGA hefði hann orðið var við að GSÍ væri öfundað erlendis og litið upp til okkar. Það væri golfþingsfulltrúum og forverum þeirra á Golfþingi að þakka.
Loks minntist Haukur Örn á hversu vanmetið sér þætti sjálfboðastarf í golfinu, en á Íslandi færi mestöll golftengd vinna fram í sjálfboðavinnu. GSÍ kort launaði aldrei sjálfboðaliðsstarf, s.s. hann hefði heyrt fleygt.
Að lokum sagði Haukur Örn golf vera bestu íþrótt í heimi sem allir gætu stundað, ungir og gamlir, heilbr. jafnt sem fatlaðir, konur og karlar og það væru bara nokkrir af augljósu kostum íþróttarinnar – við stefndum öll í sömu átt og værum öll í sama liði. Markmið klúbba ættu að vera markmið golfsambandsins. Við vildum öll sjá hag golfhreyfingarinnar sem mestan og til þess þyrfti GSÍ að standa á traustum grunni fjárhagslega og félagslega. Allt Golfþing þyrfti því að tala sömu röddu að hjálpa kylfingum að standa sig í sínum eigin klúbbum.
Tengt efni:
Viðtalið: Haukur Örn Birgisson, varaforseti GSÍ
Haukur Örn Birgisson forsetaframbjóðandi GSÍ situr fyrir svörum
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
