Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2013 | 19:30

Bubba spilaði á 81 höggi

Nú eru flestir kylfingar á stærstu mótaröðunum komnir í frí, eða svo til, flestir verja tíma með fjölskyldum sínum, eru að prófa nýjar kylfur fyrir næsta tímabil eða bara slappa af frá leiknum.

Nú á að slaka á og skemmta sér svolítið í golfi og það er enginn, sem skemmtir sér betur á golfvellinum en Bubba Watson.

Hann var að leika sér á Pelican Hill golfklúbbnum í síðasta mánuði með aðeins einn 20° blending, 3 golfbolta í vasanum og nokkra vini og var Bubba að reyna að spila völlinn með 1 kylfu.

Þetta er ekki alveg eins og „Tin Cup“ og 7-járnið en þetta er frábær leið til þess að reyna að búa til golfhögg úr engu og Bubba er einn sá besti í heiminum að gera það.

Hann æfir sig með því að leika sér.

Bubba lét hafa eftir sér að hann væri einfaldlega leiður á því að nota allar 14 kylfurnar og finndist gaman að skora á sjálfan sig að spila hring með aðeins 1 kylfu.

Bubba kláraði hringinn með „stæl“ á 81 höggi – en völlurinn er hannaður af Tom Fazio og er par-72.

Já, þið lásuð rétt; Bubba virkilega náði að spila hringinn á 9 yfir pari, 81 höggi, þrátt fyrir að vera með aðeins 1 kylfu, sem virkilega verður ekki talin sú besta í einnar kylfu keppni.

En svona litlar tilraunir á golfvellinum eru bara frábær leið til að sjá hvar golfleikur viðkomandi stendur eða þetta er gert til þess að fría hugann á golfvellinum. Oft sitjum við e.t.v. á teig við par-3 braut og erum að velta fyrir okkur hvort við ættum að taka 7- eða 6 járn, þegar málið snýst meira sveifluna.

Golfið er leikur sentimetra en hann leyfir okkur líka að velja á milli hundruða aðferða til að spila eitt stakt högg. Við getum reynt að slá eitthvað 100%, reynt að vera mjúk (ens. smooth) fleygt boltanum inn frá vinstri eða hægri, slegið hátt eða lágt og svo geta Masters meistar líka farið út á völl og skemmt sér og vinum sínum á ólíkan hátt, en í öllu þessu felst æfing.

Kannski 81 höggin skrifist á að Bubba var að tvíta allan hringinn!