Haukur Örn Birgisson. President of the Icelandic Golf Union. Photo: golf.is
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2013 | 08:03

Framkvæmdastjóri Reuters spilaði golf hér á landi, skrifaði grein þar um og ræddi við varaforseta GSÍ – Hauk Örn Birgisson

Framkvæmdastjóri Reuters, Paul Ingrassia, hafði aldrei spilað golf hérlendis þar til s.l. sumar … og honum líkaði vel ef marka má grein sem hann skrifaði um upplifun sína.  Hana má lesa með því að SMELLA HÉR: 

Þar segir hann Bandaríkjamönnum frá 322.000 manna þjóðinni norður í Atlantshafi, þar sem um 10% íbúa spila golf á 65 golfvöllum landsins, sem sé mesti fjöldi golfvalla á íbúa í heiminum.  Auk þess virðist það heilla hann að fleiri á Íslandi spili golf per höfðatölu en á Bretlandi eða Bandaríkjunum.

Hann telur veðráttuna  hentuga fyrir golfbrautir hér á landi og virðist almennt hrifinn af þeim völlum, sem hann spilaði á þ.e.. Hvaleyrina , Urriðavöll og Vestmannaeyjavöll.   Hann segir jafnframt frá einu þekktasta mótinu Arctic Open á Akureyri, sem sé sérstakt að því leyti að þar sé leikið í miðnætursólinni á nyrsta golfvelli heims.

Jafnframt ræddi Ingrassia, við Hauk Örn Birgisson, varaforseta GSÍ, sem gefur kost á sér í forsetakjöri GSÍ, sem fram fer nú um helgina. Leysti Haukur Örn lipurlega úr ýmsum spurningum sem algengt er að brenni á erlendum kylfingum og gat Ingrassia, Hauks Arnar í grein sinni hér að ofan.

Þetta leiðir hugann að því að nauðsyn er á að stjórnarmeðlimir GSÍ, og sérstaklega forsetinn geti og hafi æfingu í að taka á móti erlendum kylfingum, sem í auknum mæli eru farnir að sækja Íslendinga heim og spila íslensku golfvellina.