LPGA: Lexi sigraði í Mexíkó!
Það var hin 18 ára Lexi Thompson sem vann nú fyrir skömmu 3. titil sinn á LPGA mótaröðinni á Lorenu Ochoa Invitational á golfvelli Guadalajara Country Club í Guadalajara, Mexíkó.
Lexi, sem er nr. 14 á Rolex-heimslista kvenna, vann mótið á samtals 16 undir pari, 272 höggum (72 64 67 69) og nokkuð ljóst að hún mun hækka á heimslistanum.
Í 2. sæti varð nr. 3 á Rolex-listanum, Stacy Lewis, á samtals 15 undir pari.
Mikil keppni var milli Lexi og Stacy á lokahringnum, en um Stacy sagði Lexi m.a. eftir að sigurinn var í höfn:
„Stacy er ótrúlegur kylfingur. Ég vissi að hún gat gert atlögu að mér hvenær sem er á hringnum. Þegar hún saxaði 2 högg á mig ég held á 12. þá vorum við jafnar. Ég vissi að ég yrði að fá fugla þarna, því ef hún dettur í stuð þá er ekkert sem stoppar hana.“
Í 3. sæti varð So Yeon Ryu frá Suður-Kóreu, á samtals 13 undir pari.
Í 4. sæti varð svo nr. 1 á Rolex-listanum Inbee Park á samtals 11 undir pari og 5. sætinu deildu þær Suzann Pettersen (nr. 2 á Rolex-heimslistanum) og Pornanong Phatlum, frá Thaílandi, sem leiddi eftir 1. mótsdag.
Af ofangreindu sést að Lexi hafði betur en 3 bestu kvenkylfingar heims – glæsilegt frá þessari ungu stúlku frá Coral Springs í Flórída!!!
Til þess að sjá lokastöðuna á Lorena Ochoa Invitational SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
