Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2013 | 11:40

Afmæliskylfingar dagsins: Andri Þór og Sigmundur Einar – 10. nóvember 2013

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Sigmundur Einar Másson og  Andri Þór Björnsson.

Sigmundur Einar er afrekskylfingur í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar (GKG). Hann er fæddur 10. nóvember 1983 og á því 30 ára stórafmæli í dag!!!

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1

Andri Þór er fæddur í Reykjavík 10. nóvember 1991 og er því 22 ára í dag. Hann er afrekskylfingur í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) og golfleiðbeinandi þar. Andri Þór stundar nám og spilar með golfliði Nicholls State háskólanum í Thibodeaux í Louisiana. Hann er búinn að standa sig vel í haust með Geaux Colonels, þ.e. golfliði skólans og hefir oftar en ekki verið á besta skorinu í liðinu. Sjá má viðtal Golf 1 við Andra Þór með því að SMELLA HÉR:

Komast má á heimasíðu Andra Þórs til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan:

Andri Þór Björnsson (22 ára – Innilega til hamingju!!!)
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Morris Hatalsky, 10. nóvember 1951 (62 ára);  Lee Cross Rinker, 10. nóvember 1960  (53 ára); Tish Certo, 10. nóvember 1964 (49 ára) …… og …….
 

Gylfi Ægisson (67 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!

Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is