Kokrak fékk ás á par-4 holu
Jason Kokrak er einn högglengsti kylfingur PGA mótaraðarinnar bandarísku, en hann slær að meðaltali 300 metra í upphafshöggum sínum í mótum PGA Tour.
Kokrak er meðal keppenda á McGladreys mótinu, sem hófst í gær og fer fram á Seaside golfvellinum á Sea Island í Georgíu-ríki í Bandaríkjunum.
Kokrak tók m.a. þátt í Pro-Am mótinu, sem er oftast haldið fyrir mótið og viti menn hann fór holu í höggi á 409 yarda (374 metra) par-4 5. holu Seaside vallarins; en líkurnar á að slá draumahöggið á par-4 holu eru 1 á móti milljón.
Til þess að setja hlutina í eitthvert samhengi þá er par-4 5. brautin á Seaside golfvellinum næstum jafnlöng og par-4 13. brautin á Hvaleyrinni (af hvítum teigum, en 13. er þó 1 cm lengri – þ.e. 375 metra). Hugsa sér að fara holu í höggi þar!!!
Þetta er í 4. sinn sem Kokrak fer holu í höggi og í fyrsta skipti sem hann nær þeim áfanga að fá samtímis albatross þ.e. fá ás á par-4 holu, sem er afar sjaldgæft, jafnvel meðal atvinnumanna.
Af íslenskum kylfingum sem tekist hefir að fara holu í höggi á par-4 braut mætti geta Ástu Birnu Magnúsdóttur úr Golfklúbbnum Keili. Ásta Birna fékk fór holu í höggi/fékk albatross á 3. braut á Hvaleyrinni, í Siggu&Timo móti, 25. ágúst 2007. Ásta lék af rauðum teigum en brautin, sem er par-4, er 205 metra löng þaðan.
En víkjum aftur að Kokrak. Sá var að vonum ánægður með afrekið og tvítaði eftirfarandi mynd af sér við holuna góðu á Sea Island:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

