Viðtal við Birgi Leif um Lumine úrtökumótið
Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék síðasta hringinn á II. stigi úrtökumóts á Evrópumótaröðinni á golfvelli Lumine Golf & Beach Club, í Tarragona, Spáni, á 70 höggum, í dag.
Samtals lék Birgir Leifur á 3 undir pari, (70 71 70 70) en það dugði því miður ekki til þess að komast á lokaúrtökumótið í Girona. Það munaði aðeins 1 höggi að hann kæmist í bráðabana um sæti á lokaúrtökumótinu!
Golf 1 tók eftirfandi viðtal við Birgi Leif, sem kominn var út á flugstöð og að innrita sig inn í flug á leið heim til Íslands. Engu að síður svaraði Birgir Leifur eftirfarandi spurningum:
Golf 1: Hvað komust margir kylfingar frá Lumine á lokaúrtökumótið í Girona – nú segir á vef Evrópumótaraðarinnar að búist sé við u.þ.b. 20 af hverju þessara fjögurra II. stigs móta á Spáni, samtals 80 keppendur komist áfram, en það er ekki nákvæm tala því ákvörðun um það, segir á síðunni, eigi að taka nú á lokadegi úrtökumótanna. Þannig að spurningin er: Veistu hversu margir komust áfram á lokaúrtökumótið frá Lumine eru það 18 eða líka þeir 3, sem höfnuðu í 19. sætinu m.ö.o. munar 1 eða 2 höggum að þú kæmist áfram?
Birgir Leifur: Það eru 18 sem komast beint áfram – Síðan spila þessir 3 upp á varasæti. – Skv. síðustu árum hefði þetta eina högg sem munaði leitt mig í bráðabana um varasæti, en maður vill frekar vera öruggur og ég hefði verið öruggur áfram hefði ég spilað tveimur höggum betur.
Golf 1: Nú laukst þú keppni í 22.-29. sæti á II. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina, á Lumine golfstaðnum og fórst upp um heil 19 sæti á lokahringnum, en ert á svipuðu skori og alla hina 3 mótsdagana, hvernig skýrir þú svona stórt stökk upp skortöfluna?
Birgir Leifur: Það er meira stress síðasta daginn, menn vita ekki skorið og eru sífellt með hugann við það. Dagurinn í gær var gríðarlega erfiður – 17 holur voru spilaðar í mjög miklum vindi. Ég myndi vilja hafa klárað – þetta var klárlega þeim í hag sem áttu eftir fleiri holur og spiluðu í ágætis veðri í dag. Veðrið spilaði þarna inn í. Ég vildi að mótið hefði klárast í gær.
Golf 1: Ertu ánægður með frammistöðu þína í Lumine mótinu?
Birgir Leifur: Ég er ánægður með margt -Þetta er hörð samkeppni og maður þarf að spila af hörku. Ég er virkilega ánægður með hugafarið; ég var aldrei banginn en skildi eftir 2-3 fullauðveld högg á hverjum hring, sem ég missti. En þetta er bara hörð samkeppni. Það þarf að vera á tánum og spila af hörku.
Golf 1: Finnst þér að eitthvað hefði mátt fara betur í leik þínum svona þegar litið er á mótið í heild?
Birgir Leifur: Ég var að gera allt nokkuð vel – mín vandamál eru vippin – en ég var ekki að vippa mikið. Það voru helst nokkrar ákvarðanir í kylfuvali sem gerðu það að verkum að ég var oft í erfiðum stöðum og það kostaði.
Golf 1: Hvernig fannst þér Lumine völlurinn – einhverjar uppáhaldsholur og einhverjar sem þér þóttu erfiðari?
Birgir Leifur: Það voru nokkrar holur, sem voru erfiðar – þetta er ekkert sérlega langur völlur- þó að par-3 holurnar séu langur og nokkrar par- 4 holur líka – en hann er rosalega skemmtilegur – Maður fær aldrei leið á honum og ég myndi vilja koma hingað aftur, ekki til að keppa, heldur í golfferð. Sumir vellir eru einfaldlega hannaðir þannig að maður man eftir þeim.
Golf 1: Hvernig er líðanin nú þegar ljóst er að þú kemst ekki á lokaúrtökumótið?
Birgir Leifur: Auðvitað er ég mjög svekktur, en maður verður bara að hrista þetta af sér og setja brjóstkassann út – Þetta er hluti af því að vera í íþróttum.
Golf 1: Færðu einhvern þátttökurétt á Áskorendamótaröðinni fyrir að komast á II. stig úrtökumótsins?
Birgir Leifur: Nei, ég hefði þurft að komast á lokaúrtökumótið.
Golf 1: Hvað tekur við hjá þér núna?
Birgir Leifur: Það er Ameríka næst og bara að tækla það.
Golf 1: Er eitthvað sem þú vildir taka fram að lokum?
Birgir Leifur: Ég myndi vilja þakka Úlfari Jónssyni fyrir hjálpina – Hann var kylfusveinninn minn og gaf góð ráð. Það er alltaf gott að hafa góða menn sér við hlið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
