Munaði 1 höggi að Birgir Leifur kæmist áfram
Því miður komst Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, ekki áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar.
Hann lék hringina 4 á II. stigi útökumótsins á Lumine golfstaðnum í Tarragona, Spáni á samtals 3 undir pari (70 71 70 70) og varð T-22 þ.e. deildi 22. sætinu með 7 öðrum kylfingum, sem ekki komust áfram.
Einungis efstu 20 komust áfram á lokaúrtökumótið þ.e. þeir sem voru á samtals 4 undir pari og munaði því aðeins 1 höggi að Birgir Leifur kæmist áfram.
Birgir Leifur átti aðeins 1 holu, þá 18., eftir óspilaða eftir hvassviðri gærdagsins, þegar mótinu var frestað, en síðan eftir lægði, var spilað aftur, en síðan var mótinu frestað vegna myrkurs… og þá átti Birgir Leifur eina óspilaða holu, þá 18.
Holan sem Birgir Leifur átti eftir var spiluð í morgun kl. 7:40 að íslenskum tíma. Það var rétt mat að Birgir Leifur yrði að fá fugl á síðustu holuna (en þess mætti geta hér að hann fékk örn á hana á 1. hring), en því miður tókst ekki að krækja í fuglinn Birgir Leifur var á pari á 18. holu og því næstsíðasta höggið hjá Birgi Leif í mótinu, aðeins 1 högg, sem skyldi milli feigs og ófeigs.
Ergilegu einu högg munaði að hann kæmist áfram og gífurleg vonbrigði vafalaust á ferðinni, hér, eftir í raun góða og jafna, stöðuga spilamennsku Birgis Leifs í mótinu!
Til þess að sjá lokastöðuna í Tarragona SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
