Dyson ekki með á Turkish Open
Simon Dyson hefir dregið sig úr Turkish Open, vegna þess að keppnisbann eða jafnvel frávísun úr Evrópumótaröðinni vofir yfir honum.
Hinn 35 ára enski kylfingur (Dyson) var í 2. sæti þegar honum var vísað úr BMW Masters mótinu eftir að sjónvarpsáhorfandi hringdi inn og benti dómurum mótsins á að Dyson hefði snert púttlínu sína á 8. flöt á 2. hring mótsins og líklega slétt takkafar á flöt, (sem er bannað, en ein ástæða þess er m.a. sú að ef allir myndu laga takkaför á flötum, myndi það koma niður á leikhraða).
Dyson, sem er frá York á Englandi sást snerta flötina á myndskeiði eftir að hann hafði merkt bolta sinn en vegna brots á reglu 16-1a í golfreglunum hefði hann átt að bæta við 2 höggum í víti á skorkort sitt. Það gerði hann ekki.
Enginn tók eftir þessu þar til yfirdómaranum í mótinu, John Paramor, var gert viðvart af sjónvarpsáhorfanda s.s. áður segir og þar sem Dyson skrifaði undir rangt skorkort (án vítahögganna tveggja) var honum vísað úr mótinu.
Dyson hefir neitað að hafa viljandi verið að laga takkafar og hefir kallað atvikið „óhappamistök“ en forsvarsmenn Evrópumótaraðarinnar hafa boðað hann fyrir aganefnd og líklegt þykir að hann verði settur í keppnisbann.
Nafn Dyson er ekki á þátttakendalista á næsta móti Evrópumótaraðarinnar í Antalya, Tyrklandi sem þýðir að Dyson sem er í 68. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar fær ekki að taka þátt í lokamóti mótaraðarinnar DP World Tour Championship í Dubaí, þar sem búið er að taka fyrir að hann geti híft sig upp í 60. sæti, sem líklegt er að honum hefði tekist með 2. sætisárangri í Shanghaí og góðri niðurstöðu í Tyrklandi. Aðeins 60 efstu á stigalista Evrópumótaraðarinnar fá að taka þátt í lokamótinu í Dubai og keppa þar um risaverðlaunaféð og bónuspottinn eftirsótta.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
