Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2013 | 11:45

Atlantis hótel golfstjarnanna í Dubai

Atlantis – The Palm hótelið í Dubai í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum er opinbera hótelið  fyrir 60 helstu golfstjörnur Evrópu og fjölskyldur þeirra, sem þátt taka í  DP World Tour Championship í Dubai, 14.-17. nóvember n.k.

Spurning sem menn eru nokkuð farnir að velta fyrir sér er hvort Caroline Wozniacki muni vera þar ásamt Rory sínum? Hótelið gefur ekkert uppi um hvaða fjölskyldumeðlimir fylgja einstökum toppkylfingum.

DP World Tour Championship er síðasta mótið af 46 á „Race to Dubai“, þar sem leikið er í 25 löndum í 5 heimsálfum.

„Við erum mjög stolt af að vera í fimmta sinn opinbera hótel þátttakenda mótsins, “ sagði Serge Zaalof ánægður, en hann er forseti og framkvæmdastjóri Atlantis , The Palm. „Þetta er síðasta mótið í Race to Dubai. DP World Championship er stærsti golfviðurður ársins, þar sem  bestu kylfingar Evrópu keppa sín á milli. Það er ánægja okkar til að fagna þessum bestu íþróttamönnum  golfsins og við heitum þá og fjölskyldur þeirra velkomin.“