Ragnheiður Jónsdóttir | október. 28. 2013 | 14:00

Rory vann Tiger í einvíginu í Kína

Rory McIlroy vann Tiger Woods í einvíginu við Jinsha vatn á Hainan eyju í Kína nú fyrr í morgun.

Rory var á 6 undir pari, 67 höggum meðan Tiger var aðeins 1 höggi á eftir á 68 höggum.

Tiger var orðinn fremur orðljótur á 17. holu, sem olli nokkrum vandræðum hjá kínverskum túlkum, sem voru að reyna að matreiða hvert smáatriði leiksins ofan í áhugasama kínverska kylfinga, sem fylgdust með í sjónvarpi.

Rory var að vonum ánægður í lok hrings og sagðist m.a. nú hafa rétt á að monta sig (ens. bragging-rights) af því að hafa sigrað Tiger.

Allar fréttir golffjölmiðla í dag eru yfirfullar af fréttum um þóknun sem nr. 1 og nr. 6 á heimslistanum hlutu fyrir  að mæta til einvígisins og er oftast talið að Rory hafi hlotið $1,5 milljón (180 milljónir íslenskar krónur) og Tiger nokkuð yfir $2 milljónir (þ.e. meira en 240 milljónir íslenskra króna).

Það kostar því hátt á hálfan milljarð að fá þá kappa til þess að leika sér á einum hring í golfi, auk þess sem þeir voru gjöfum ausnir (sjá kínversku vasanna, sem þeir félagar eru með á meðfylgjandi mynd!)

Sjá má fréttamyndskeið af einvíginu með því að SMELLA HÉR: