Ragnar Már Garðarsson, GKG, Íslandsmeistari í holukeppni í piltaflokki – 15. júní 2013 á Leirdalsvelli
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 27. 2013 | 11:00

Bandaríska háskólagolfið: Ragnar Már og félagar í 5. sæti á Jim Rivers mótinu

Ragnar Már Garðarsson, GKG og golflið McNeese og Andri Þór Björnsson, GR og golflið Nicholls State tóku þátt í Jim Rivers mótinu sem fram fór dagana 21.-22. október.

Því miður var Golf1 vefurinn í viðgerð þegar lokahringurinn var leikinn og einhvern veginn hefir farist fyrir að skrifa úrslitafréttina.

Ragnar Már hafnaði í 14. sæti í einstaklingskeppninni og var á 3. besta skori golfliðs McNeese, sem varð í 5. sæti í liðakeppninni. Ragnar Már lék hringina á samtals 220 höggum (72 74 74).

Andri Þór lék á samtals 226 höggum (77 77 72), bætti sig um 5 högg á lokahringnum, en það kom fyrir ekki; hann hafnaði í 34. sæti í einstaklingskeppninni, var á 2. besta skori Nicholls State og í liðakeppninni hafnaði Nicholls í 18. og neðsta sætinu.

Ragnar Már og golflið McNeese leika næst á Vero Beach í Flórída og hefja þeir keppni á morgun 28. október 2013.

Andri Þór og golflið Nicholls State keppa næst í Arkansas 4. nóvember n.k.

Til þess að sjá lokastöðuna á Jim Rivers mótinu SMELLIÐ HÉR: