PGA: Mickelson gengur ekki vel í Malasíu – Bradley efstur eftir 2. hringi
Nr. 3 á heimslistanum, Phil Mickelson gengur ekkert vel sem stendur, en hann tekur nú þátt í móti vikunar á PGA Tour, CIMB Classic í Malasíu.
Mickelson er nú í 25. sæti á samtals 3 undir pari, 141 höggi (71 70).
Í gær hafði hann m.a. eftirfarandi að segja um hring sinn:
„Ég minnist þess ekki að slátturinn hafi verið svona slæmur í lengri tíma. Ég tek kylfuna of mikið inn og missi hana alltof bratt þar á eftir. Höfuðið á mér er ekki kjurt og fæturnir eru arfaslakir. Þetta er slæmt – en ég er samt að pútta vel.“
Í efsta sæti eftir 2 spilaða hringi er mikill vinur Mickelson, Keegan Bradley, á samtals 13 undir pari, 131 höggi (65 66).
Bradley er með 4 högga forskot á næsta keppenda, Ryan Moore, sem er á samtals 9 undir pari, 135 höggum (63 72) en 9 högga sveifla er á Moore milli hringja, þ.e. Moore náði ekki að fylgja eftir frábærum hring upp á 63 högg nema með hring upp á slétt par, (72 högg).
Í 3. sæti eftir 2. dag eru síðan tælenski kylfingurinn Kiradech Aphibarnrat og Chris Stroud, báðir á samtals 8 undir pari, hvor.
Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á CIMB Classic í Malasíu SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 2. dags á CIMB Classic í Malasíu SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
