Caroline segir sig og Rory ekki hætt saman
Sú saga sem fór eins og eldibrandur um alla golffréttamiðla í dag er að nr. 6 á heimslistanum Rory McIlroy og danska tennisstjörnukæresta hans Caroline Wozniacki væru hætt saman.
Ástæðurnar sem nefndar voru, voru þær að Rory vildi einbeita sér að því að ná 1. sætinu á heimslistanum aftur og eins að hann sé ævareiður Caroline fyrir að hafa birt nörda-lega mynd af sér á Twitter þar sem hann sefur með opinn munninn. Með myndinni fylgdi texti sem sagði: „Jetlagged. LOL“ eða á okkar ilhýra: „Þreyttur eftir flug. Hlegið upphátt!!“
Caroline Wozniacki hefir nú komið fram í danska Ekstra Bladet þar sem hún neitar að þau skötuhjú þ.e. hún og Rory séu hætt saman. .
Dagblaðið Independent var með grein um helgina þar sem sagði að Rory McIlroy hefði bundið enda á 2 ára samband sitt við fyrrum nr. 1 í heimskvennatennisnum Caroline Wozniacki, síðan fylgdi flóð fjölmiðla í kjölfarið, sem bar sorgartíðindin.
Caroline svaraði fyrir sig s.s. segir í Ekstra Bladet hér að ofan og segir að allt sé í besta lagi með samband hennar og Rory (þrátt fyrir allar rætnisfullar rægitungur).
Talsmenn nýju umboðsskrifstofu Rory vilja ekkert tjá sig um málið; nánar tiltekið vilja tjá sig um einkalíf Rory að svo stöddu. Rory sjálfur þegir þunnu hljóði.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

