Ragnheiður Jónsdóttir | október. 14. 2013 | 08:00

PGA: Jimmy Walker sigraði á Frys.com Open

Það var bandaríski kylfingurinn Jimmy Walker sem labbaði sig inn á lokahringnum og sigraði á Frys.com Open, eftir að landi hans Brooks Koepka hafði verið í forystu mestallt mótið.

Walker lék á samtals 17 undir pari, 267 höggum (70 69 62 66).  Fyrir lokahringinn var hann 3 höggum á eftir forystumanninum fyrir lokahringinn Brooks Koepka.

Walker átti 2 högg á þann sem varð í 2. sæti gamla brýnið Vijay Singh, sem lék á samtals 15 undir pari.

Þriðja sætinu deildu síðan ólánsfuglinn Brooks Koepka, en ekkert gekk upp hjá honum lokahringinn, Kevin Na, Hideki Matsuyama og Scott Brown allir á samtals 14 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. hrings á Frys.com Open SMELLIÐ HÉR: