Daly í ballett?
Er golfballett nýtt æði?
Það er búið að vera hin besta skemmtun að fylgjast með uppátækjum John Daly í gegnum tíðina.
Daly hefir sætt margháttaðs lasts vegna óheilbrigðs lífernis, vegna skapvonskukasta sinna á golfvellinum og jafnvel því að ganga úr mótum, mótshöldurum til mikillar gremju. En… Daly er líka örlátur kylfingur sem gefur til margháttaðra góðgerða- og líknastofnanna.
Árið 2004 kom hann sjálfur á stofn sjóði sem hjálpar börnum og munaðarleysingjum, sem eiga við heilsuvandamál að stríða og hann hefir verið örlátur að styrkja bæði the Arkansas Children’s Hospital og the University of Arkansas Foundation.
Og stundum sér maður hann jafnvel í ballettpilsi, vegna þess að hann er að styrkja gott málefni.
Myndina sem fylgir fréttinni setti Daly sjálfur á Instagram nú um helgina undir yfirskriftinni: „Donated to KLife today and participated in wearing Tutu for drives! #moneymaker #tutu.“ (Lausleg þýðing: Gaf til KLife í dag og tók þátt í að vera í ballettpilsi í drævum! Balletpils til að afla fjár!
Þetta er auðvitað ekki í fyrsta sinn sem sést hefir til toppatvinnukylfings í pilsi sbr. Fred Funk sem neyddist til þess að klæðast einu slíku pilsi þegar Annika Sörenstam átti lengra teighögg en aumingja Funk í Skins Game árið 2005 og hann tók þátt í fjörinu og klæddist pilsinu samstundis undir háðsglósum Tiger!
Góðu fréttirnar fyrir Daly er að sumar af Loudmouth golfbuxunum sem hann er í eru svo yfirgengilegar að margir kunna að hafa talið að balletpilsið væri bara aukahlutur á buxunum!!! 🙂
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
