Evrópumótaröðin: Henrik Stenson er kylfingur mánaðarins!
Svíinn Henrik Stenson hefir verið útnefndur kylfingur mánaðarins á Evrópumótaröðinni 2. mánuðinn í röð.
Hinn 37 ára Stenson hefir átt ár sem hann mun ekki gleyma í bráð, en hann hefir tvöfaldað áunnið verðlaunafé á ferli sínum á s.l. 12 mánuðum og er þar að auki kominn í 4. sæti heimslistans.
Það er einkum sigur Stenson í Tour Championship, sem og það að hafa verið efstur á FedExCup stigalistanum, sem gerðu það að verkum að hann tvöfaldaði allt sem hann hefir unnið sér inn á ferlinum.
Stenson er fyrsti Norðurlandabúinn frá því að landa hans Robert Karlsson tókst það 2008 til þess að vera útnefndur Leikmaður mánaðarins á Evrópumótaröðinni tvo mánuði í röð.
Stenson hefir viðurkennt að þetta hafi verið annasamt ár fyrir hann, þar sem hann hafi oft verið upp í lofti og hann lét í ljós gleði yfir heiðrinum að hafa annan mánuðinn í röð verið valinn leikmaður mánaðarins á Evrópumótaröðinni.
„Allur þessi árangur er langt umfram það sem ég hefði getað ímyndað mér,“ sagði Stenson. „Frá því á Opna skoska hefir þetta verið ótrúlegt. Ég er orðlaus en mjög ánægður.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
