Sunna Víðisdóttir, GR og Elon. Mynd: Elon
Ragnheiður Jónsdóttir | október. 8. 2013 | 09:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 17. sæti eftir 1. dag Lady Pirate

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Sunna Víðisdóttir, GR og golflið Elon hófu keppni í gær á Lady Pirate mótinu í Greenville, Norður-Karólínu.

Mótið er tveggja daga frá 7.-8. október 2013. Þátttakendur eru 90 frá 16 háskólum.

Leiknir voru 2 hringir fyrri daginn.

Sunna lék á samtals 151 höggi (77 74) og var á 1.-3. besta skori í liði sínu.  Hún er í 17. sæti í einstaklingskeppninni en lið Elon deilir 10. sætinu í liðakeppninni, eftir fyrri dag.

Það verður spennandi að sjá hvar Sunna endar en

Fylgjast má með gengi Sunnu í mótinu með því að SMELLA HÉR: