Alþjóðaliðið kemur á óvart með 2,5 vinning – Hápunktar 1. dags – Myndskeið
Eftir fyrsta daginn í Foretabikarnum eru Bandaríkin yfir með 3,5 vinning en Alþjóðaliðið kemur á óvart fyrir hversu naumur munurinnn er á liðunum, þ.e. Alþjóðaliðið er með 2,5 vinning. Staðan sem sagt 3,5-2,5 fyrir Bandaríkin en munurinn mjór.
Hetjur Alþjóðaliðsins í gær voru Jason Day og Graeme DeLaet sem báru sigur úr býtum gegn þeim Hunter Mahan og Brandt Snedeker, 1&0 og síðan suður-afríska teymið Louis Oosthuizen og Charl Schwartzel sem unnu góðan sigur gegn þeim Keegan Bradley og Phil Mickelson 2&0. Leikur Adam Scott og Hideki Matsuyama gegn Bill Haas og Webb Simpson féll á jöfnu. Alþjóðaliðið því með 2,5 vinning
Leikir Bandaríkjamanna sem unnust voru e.t.v. fremur fyrirsjáanlegir:
Þannig unnu Tiger Woods (nr. 1 á heimslistanum) og Matt Kuchar (nr. 8 á heimslistanum) þá Angel Cabrera (nr. 51 á heimslistanum) og nýliðann í Alþjóðaliðinu Marc Leishman (nr. 61 á heimslistanum) 5&4 þ.e. ekki þurfti að spila nema 14 holur.
Jason Dufner (nr. 10 á heimslistanum) og Zach Johnson (nr. 11 á heimslistanum) fóru jafnframt fremur létt með þá Branden Grace (nr. 38 á heimslistanum) og Richard Sterne (nr. 41 á heimslistanum) 5&3.
Loks unnu þeir Steve Stricker (nr. 7 á heimslistanum) og nýliðinn í liði Bandaríkjanna Jordan Spieth (nr. 21 á heimslistanum ) þá Ernie Els (nr. 23 á heimslistanum ) og Brendon de Jonge (nr. 63 á heimslistanum) 1&0. Bandaríkjamenn því með 3,5 vinning
Til þess að sjá öll úrslit á skortöflu SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags SMELLIÐ HÉR:
Til þess að sjá högg 1. dags í Forsetabikarnum (President´s Cup) SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
