Ólafur Björn í 20. sæti fyrir lokhring úrtökumótsins í Hardelot
Ólafur Björn Loftsson, NK, tekur þátt í 1. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fer í Hardelot, Frakklandi (heimavelli Andreu Ásgrímsdóttur, golfkennara).
Ólafur Björn er búinn að leika fyrstu þrjá hringi mótsins á samtals 2 undir pari, 212 höggum (73 67 72).
Til þess að sjá stöðuna í úrtökumótinu í Hardelot eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR:
Á facebook síðu sína ritaði Ólafur Björn:
„Lék þriðja hringinn á 72 (+1) höggum í Frakklandi í dag. Ég er nokkuð sáttur við spilamennskuna en það var erfitt að spila þar sem það rigndi hressilega á okkur á hringnum. Leik var síðan frestað rétt áður en lokahollið náði að klára. Ég sló betur í dag og hitti fleiri flatir í tilætluðum höggafjölda en á fyrstu tveimur hringjunum. Hlutirnir gengu til skiptis með og á móti mér í dag en ég hefði viljað sjá nokkur pútt detta á síðustu holunum sem voru mjög nálægt því. Ég var að pútta vel á hringnum en það var töluvert erfiðara að meta hraðann þar sem flatirnar urðu fljótt mun hægari í bleytunni. Ég hélt þolinmæðinni vel á degi þar sem auðvelt var að spila sig út úr mótinu.
Ég stend í stað milli hringja, er jafn í 20. sæti og í fínum málum fyrir lokahringinn. Leikskipulagið verður áfram það sama, það er spáð miklum vindi á morgun og því mikilvægt að halda boltanum í leik. Svo er það bara eins og alltaf að gera mitt allra besta og hafa gaman að því að spila golf.
Fer líklega út um 10 leytið á staðartíma í fyrramálið.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
