PGA á Íslandi tekur þátt í the Nordic Golf Fair
PGA á Íslandi tekur nú þátt með öllum PGA félögunum á Norðurlöndunum í the Nordic Golf Fair sem haldin er í Malmö dagana 2. til 4. október. Yfir 70 fyrirtæki kynna það allra nýjasta í golfheiminum. Á sýningunni mun m.a. Edward Kitson framkvæmdastjóri Ryder Cup halda fyrirlestur um hvað þurfi til við að halda einn af stærstu íþróttarviðburðum í heimi.
PGA á Íslandi hefur jafnramt átt frumkvæði í því að efla samvinnu PGA landanna á Norðurlöndum. Munu formenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaganna nýta tækifærið og funda um þau málefni á sýningunni. Markmiðið er að efla og samhæfa golfkennsluna á Norðurlöndum. Rætt verður meðal annars um það að víkka út hlutverk sýningarinnar ogsamhliða henni halda ráðstefnu sérsniðna að þörfum PGA kennara og gefa með þeim hætti PGA kennurum á öllum norðurlöndum möguleika á að kynna sér það nýjasta í kennslufræðunum. Lykillinn að framþróun íþróttarinnar er að efla kennsluþáttinn og því væri það mikill fengur fyrir golfkennara á norðurlöndum að geta nýtt sér slíkan vettvang til að fræðast sem og deila sinni þekkingu.
Til þess að komast á heimasíðu Nordic Golf Fair SMELLIÐ HÉR:
Heimild: pga.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
