Olesen í 1. skipti í Seve Trophy
Thorbjörn Olesen tekur í 1. skipti þátt í Seve Trophy – en liðsskipan sérstaklega liðs Breta&Íra komst í fréttirnar þar sem það lið teflir ekki fram sínum sterkustu mönnum þ.e. mönnum á borð við Rory McIlroy, Justin Rose, Ian Poulter, Lee Westwood o.fl. Eins er lið Meginlandsins ekki skipað sterkustu mönnum þar sem m.a. Sergio Garcia vantar.
En eins dauði er annars brauð … þó engin hafi dáið hér.
Fjöldi frambærilegra kylfinga fær nú tækifæri til að stíga sín fyrstu spor í Seve Trophy.
Olesen er einn þeirra en sérlega minnisstæð á árinu er glæsiframmistaða hans á The Masters risamótinu. Aðrir sem eru nýir í liði Meginlandsins eru Hollendingurinn Joost Luiten og Frakkinn Grégory Bourdy.
Í liði Breta&Íra stíga sín fyrstu skref kappar á borð við Simon Khan, Tommy Fleetwood, Stephen Gallacher og David Lynn.
Olesen, sem að sjálfsögðu keppir fyrir lið Meginlandsins sagði eftir útnefninguna í liðið: „Það er gaman að vera fulltrúi Evrópu – það er mikill heiður – Vonandi náum við að sigra lið Breta&Íra. Ég hef spilað mikið í fótbolta og mér finnst gaman að keppa í liði. Ég hugsa að það falli að leik mínum og skapgerð þannig að ég hlakka reglulega til.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
