GKG hafnaði í 8. sæti á EM klúbbliða
Evrópukeppni klúbbliða lauk s.l. laugardag, 28. september á St. Sofia vellinum í Búlgaríu, og höfnuðu GKG sveit kvenna í 8. sæti.
Stelpurnar náðu sér ekki almennilega á strik og fóru úr 5. sætinu í það 8., þar sem þær léku á 154 höggum í dag, en fyrstu tvo á 144 og 143.
Engu að síður mjög flottur árangur hjá stelpunum.
Ingunn (Gunnarsdóttir) lék á 75 í dag en Ragna (Ólafsdóttir) og Gunnhildur (Kristjánsdóttir) báðar á 79.
Gunnhildur náði 11. sæti í einstaklingskeppninni sem er vel að verki staðið á 71-68-79, samtals 5 höggum yfir pari.
Það var Daninn Nanna Madsen sem náði ótrúlega góðu skori -15, og sigraði í einstaklingskeppninni. Þetta er sjálfsagt nafn sem við munum sjá í fremstu röð atvinnukvenna. Danska liðið sigraði einnig með miklum yfirburðum, en þær léku samtals á 25 höggum undir pari.
LOKASTAÐAN:
Heimild: GKG
Höfundur texta: Úlfar Jónsson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
