7 venjur góðra kylfinga (6/8)
5. Góðir kylfingar vinna í rútínu, sem þeir endurtaka aftur og aftur.
Allir topp-kylfingar heims eiga sér sína rútínu áður en högg er slegið. Þessa rútínu endurtaka þeir fyrir hvert högg og rútínan er alltaf sú sama. Rútínan er sú sama alveg ofan í fjölda æfingavagga sem tekin eru áður en slegið er af teig. Það er ofboðslega gaman að fylgjast með þeim allra bestu og venjum þeirra áður en högg eru tekin ….. reyndar misjafnlega, ofboðslega gaman t.a.m. er heldur þreytandi t.d. að horfa á Kevin Na og þann mikla fjölda æfingavagga, sem hann tekur áður en hann lætur loks vaða með drævernum. Annar sem á það til að vagga með drævernum yfir boltanum í þó nokkurn tíma er Jason Dufner. Fylgist með og takið jafnvel tímann á því hversu lengi það tekur hvern og einn topp-stjörnukylfing að slá …. niðurstaðan mun koma á óvart, rútínan þeirra tekur alveg jafnlangan tíma í hvert sinn, næstum upp á sekúndu.
En…. það þarf ekki að leita langt út fyrir landsteinanna. Það er gaman að fylgjast með unglingunum okkar á Unglingamótaröðunum, ja eða toppkylfingunum okkar á Eimskipsmótaröðinni, en undantekningarlaust eru þeir allra bestu með rútínu sem þeir hafa komið sér upp, eða æft með þjálfurum sínum.
Rútína er það sem allir kylfingar ættu að tileinka sér. Rútínan fyrir högg róar þegar tekið er þátt í mótum, því sama hvernig gengur þá er alltaf hægt að leita skjóls í einhverju kunnuglegu, rútínunni. Í mótum, sérstaklega, ætti ekki að bregða út af vananum. Þar er ekki tími til tilraunastarfsemi, heldur tíminn til að beita því sem maður þekkir og hefir verið að æfa.
Til eru æfingaáætlanir um rútínu áður en slegið er (ens. pre-shot routine) – ein þeirra er t.a.m. Golf State of Mind Game Improvement Training program.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
