6 keppa í undankeppni Evrópumóts pilta af Íslands hálfu
Íslenska piltalandsliðið í golfi tekur þátt í undankeppni Evópumóts pilta 18 ára og yngri sem fram fer á velli Skalica Golf Club í Slóvakíu, dagana 19.-21. september.
Þeir 6 sem þátt taka í undankeppni Evrópumóts pilta. F.v.: Henning Darri, GK; Aron Snær, GKG; Egill Ragnar, GKG; Birgir Björn, GK, Gísli, GK og Fannar Ingi, GHG. Mynd: golf.is
Undankeppnin eða European Boys´Challenge Trophy er fyrir þær þjóðir sem ekki náðu að tryggja sér þátttökurétt á Ervópumóti pilta 18 ára og yngri sem fram fer á næsta ári í Noregi, hjá Osló Golf Club.
Alls taka 11 þjóðir þátt að þessu sinni en auk Íslands keppa lið frá Belgíu, Finnlandi, Ungverjalandi, Póllandi, Portúgal, Slókvakíu, Slóveníu, Rússlandi, Sviss og Wales.
Aron Snær Júlíusson, GKG, Birgir Björn Magnússon, GK, Egill Ragnar Gunnarsson, GKG, Fannar Ingi Steingrímsson, GHG, Gísli Sveinbergsson, GK og Henning Darri Þórðarson, GK skipa íslenska piltalandslið.
Um er að ræða 54 holu höggleik þar sem fimm bestu skorin telja eftir hvern dag, þrjár efstu þjóðirnar komast á sjálft Evrópumótið að ári.
Úlfar Jónsson og Ragnar Ólafsson fylgja strákunum okkar. Hér er hægt finna upplýsingar um mótið.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

