Heimslistinn: Zach Johnson kominn upp í 12. sætið!!!
Zach Johnson er farinn að nálgast topp-10 á heimslistanum eftir sigur sinn á rigninga seinkuðu BMW meistaramótinu.
Sigurhringur hans var upp á skollalausan 6 undir pari, 65 högg og færði honum sigurinn umfram Jim Furyk, sem búinn var að leiða allt mótið.
Sigurinn tryggði Zach líka sæti meðal 5 efstu á FedEx Cup listanum. Hann verður í næstsíðasta ráshóp sem tíar upp á Tour Championship í Atlanta næsta fimmtudag og er í geysigóðri stöðu til þess að hreppa 10 milljóna dollara bónusinn.
En eins og framangreint sé ekki nóg. Zach fer úr 24. sætinu á heimslistanum í 12 sætið eða upp um heil 12 sæti!!!!
Jim Furyk 59-maðurinn, fer úr 15. sætinu í 13. sæti heimslistans og Nick Watney sem varð í 2. sæti á BMW meistaramótinu fer upp um 5 sæti, var í 31. sæti og er nú í 27. sæti heimslistans.
Tiger sem er efstur á FedExCup stigalistanum heldur 1. sæti sínu á heimslistanum og eykur ef eitthvað er forskotið á þann sem er í 2. sæti, Adam Scott.
Henrik Stenson lækkar ekkert á heimslistanum þó hann sé að brjóta drævera!!! Hann heldur 6. sætinu.
Joost Luiten, sigurvegari KLM Open á heimavelli í Hollandi fer upp um 26 sæti á heimslistanum úr 81. sætinu í 55. sætið. Jiménez fer upp um eitt sæti í 51. sæti heimslistans og nálgast það að komast aftur inn á topp-50 heimslistans.
Hér má sjá stöðu topp-1o kylfinganna á heimslistanum (en eins og sjá má eru 6 af 10 bestu kylfinga heims frá Bandaríkjunum):
1. Tiger Woods, Bandaríkin , 13.65
2. Adam Scott, Ástralía, 9.23
3. Phil Mickelson, Bandaríkin, 8.47
4. Rory McIlroy, Norður-Írland, 7.68
5. Justin Rose, England, 7.67
6. Henrik Stenson, Svíþjóð, 7.12
7. Matt Kuchar, Bandaríkin, 6.68
8. Brandt Snedeker, Bandaríkin, 6.28
9. Steve Stricker, Bandaríkin, 6.21
10. Jason Dufner, Bandaríkin, 5.99
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
