Zach Johnson svarar ókvæðisorðum áhorfanda
Zach Johnson sigurvegari BMW Championship 2013, útskýrði á Twitter síðu sinni af hverju hann tók áhorfenda fyrir eftir 3. hring BMW Championship á 18. flöt.
Á lokaholu 3. hrings, þ.e. par-5 holu Conway Farms missti 2007 Masters risamótssigurvegarinn Zach fuglapútt og var 3 höggum á eftir forystumanni 3. hrings, Jim Furyk.
Þá hrópaði einn áhorfandinn: “Zach, you suck!” (lausleg þýðing: „Zach, þú ert ömurlegur!“)
Zach horfði tilbaka í áttina að áhangandanum lauk við púttið og hring sinn.
Nick Watney sem var í ráshóp Zach, var heldur ekki ánægður með hvað verið var að hrópa að þeim og horfði á syndaselinn. Eftir hefðbundið handarband að leik loknum bentu leikmennirnir tveir og kylfusveinar hans á áhorfandann og gengu í átt að honum.
Johnson og Watney gengu jafnvel skrefinu lengra og ræddu við þann sem kallað hafði ókvæðisorðin þegar þeir voru að ganga af flöt og vakti það nokkra athygli.
Zach tvítaði á Twitter síðu sína @ZachJohnsonPGA: „Just to clarify, what was said on 18 didn’t affect me or my game.
„However, when there’s children around, we had to acknowledge and pursue the individual. I forgive him. Unfortunately, with kids around, action was necessary. Saying that, the fans have been awesome all week!„
(Lausleg þýðing: „Bara til að skýra: það sem sagt var við 18. flöt hafði ekki áhrif á mig eða leik minn. Hvað sem öðru líður, þegar krakkar eru í kring þá urðum við að bregðast við og ganga á þennan einstakling. Ég fyrirgef honum. Því miður þegar börn eru í kring þá verður að grípa til aðgerða. Að þessu sögðu þá hafa áhangendur verið frábærir alla vikuna.“)
Aðeins klukkustund áður en þetta átti sér stað truflaðist Sergio Garcia, sem spilaði með Tiger Woods þegar áhangandi hrópaði „Go Tiger“ eða „Áfram Tiger“ meðan Sergio var í baksveiflu sinni.
Þetta gerist mánuði eftir að Ian Poulter sagði að sig langaði til að stuða áhangendur sem væru með uppþot og athyglissýkishróp með rafbyssu. eða með orðum Poulter I want to tazer every muppet’
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
