Ragnheiður Jónsdóttir | september. 16. 2013 | 14:00

Bandaríska háskólagolfið: Sunna í 2. sæti á W&M Inv. eftir 1. hring!!!

Sunna Víðisdóttir, GR, Íslandsmeistarinn okkar í höggleik og golflið Elon taka þátt í William & Mary Invitational mótinu, sem fram fer á golfvelli Kingmill Plantation, Virginíu, dagana 15. -17. september.

Mótið hófst í gær.  Leikið er á Plantation golfvellinum í Kingmill, sem er par-71 og 5958 yarda langur.

Alls keppa lið 9 háskóla og eftir 1. dag er Sunna í 2. sæti í einstaklingskeppninni, sem hún deilir með 2 öðrum.

Staða efstu 5 í einstaklingskeppninni á W&M Inv. er eftirfarandi:

1. Kelly McGovern (W&M) 70 (-1)
T2. Tina Chang (W&M) 72 (+1)
T2. Sunna Vidisdottir (Elon) 72 (+1)
T2. Linnea Scholin (MSU) 72 (+1)
T5. Katie Rice (MSU) 73 (+2)
T5. Alessandra Liu (W&M) 73 (+2)

Golflið Elon er í 3. sæti í liðakeppninni, en staðan þar er eftirfarandi:

T1. William and Mary 294 (+10)
T1. Morehead State 294 (+10)
3. Elon 302 (+18)
4. Richmond 307 (+23)
5. Georgetown 309 (+25)
6. Radford 315 (+31)
7. Hofstra 330 (+46)
8. Randolph-Macon 343 (+59)
9. Hampton 375 (+91)

Golf 1 mun áfram færa ykkur fréttir af mótinu – en ljóst er að árangur Sunnu það sem af er, er glæsilegur!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. hring W&M Invitational SMELLIÐ HÉR: