Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2013 | 01:30

Mika Miyazato heldur forystu í Evian Masters

Japanska stúlkan Mika Miyazato heldur forystu í Evian Masters mótinu en hún leiddi eftir fyrsta keppnisdag.

Mika er á samtals 8 undir pari, 134 höggum (65 69). „Ég reyndi bara að spila mitt besta golf“ var meðal þess sem Mika sagði.

Í 2. sæti eru hin 16 ára Lydia Ko frá Nýja-Sjálandi, sem átti sérlega glæsilegan 2. hring þar sem hún vann upp 2 högg á Mika og „norska frænka okkar“ Suzann Pettersen.  Báðar eru þær stöllur Ko og Pettersen á 7 undir pari, 135 höggum; Ko (68 67) og Pettersen (66 69).

Ko sagði m.a. eftir hringinn: „Ég hef í raun aldrei verið að keppa til úrslita í risamóti áður. Og vegna þess að mótið er núna bara 54 hola þá er bara einn hringur eftir til þess að klára. Vonandi verður þetta góður dagur á morgun (þ.e. í dag)…“

Ein í 4. sæti er fyrrum nr. 1 á Rolex-heimslistanum og sigurvegari Opna breska í ár, Stacy Lewis frá Bandaríkjunum.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahringinn sem leikinn verður seinna í dag SMELLIÐ HÉR: