Norman um hvað olli hruni hans á Masters 1996
Greg Norman hefir eftir 17 ár upplýst hvað olli skelfilegu hruni hans á The Masters 1996.
Hann sagði í áströlskum sjónvarpsþætti „The Australian Story“ að það hefðu ekki bara verið taugarnar sem fóru með hann á The Masters 1996 heldur hefði hann verið með slæma bakverki.
Almennt er álitið að hrun Greg Norman á The Masters 1996 sé eitt versta hrun í golfinu á stórmóti en fyrir lokahringinn átti Norman 6 högg á næsta mann.
„Það er miklu meira á bak við þetta en fólk gerir sér grein fyrir. Ég var með verki í bakinu allan morguninn,“ sagði hinn 58 ára Norman „ég reyndi að harka af mér en ég gat það ekki. Ég man ég sagði við þjálfara minn: „Þetta verður ekki auðvelt.“
Greg Norman tapaði fyrir Nick Faldo, sem var með hring upp á glæsileg 67 högg. Norman varð líka í 2. sæti 1986 á the Masters, þegar hann fékk skolla á 72. holu og missti af bráðabana við hinn 46 ára Jack Nicklaus, sem sýndi að fólki á fimmtugsaldri er allt fært í golfi! Eins tapaði Norman í bráðabana við Larry Mize 1987…. og kom á kreik álagasögunni um að Áströlum gengi ekkert of vel í mótinu …. en álögin létti nú í vor þegar Adam Scott vann loks the Masters risamótið og tileinkaði sigur sinn hinum óheppna Greg Norman.
„Ég var svo vonsvikinn að ég fór niður á strönd eftir the Masters lá á ströndinni og grét,“ bætti Norman við.
„Mér hafði algerlega mistekist að vinna mót, sem mig langaði til að vinna meir en nokkuð annað.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
