Ragnheiður Jónsdóttir | september. 11. 2013 | 02:20

Bandaríska háskólagolfið: Sunna leikur lokahringinn á MOmorial mótinu í dag

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik 2013, Sunna Víðisdóttir, GR,  er við keppni á MOmorial mótinu.

Leikið er á golfvelli the Traditions Golf Club í Bryan, Texas.

Þetta er þriggja daga mót, sem stendur 9.-11. september og verður því lokahringurinn leikinn í dag.

Þátttakendur eru 70 frá 12 háskólum.

Sunna er búin að spila báða hringina á 75 höggum eða samtals 150 höggum og er sem stendur í 24. sæti í einstaklingskeppninni.

Hún er á besta skorinu í liði sínu, golfliði Elon háskóla, sem er í 11. sæti í liðakeppninni.

Fylgjast má með gengi Sunnu (á skortöflu) með því að SMELLA HÉR: