Haraldur Franklín. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | september. 9. 2013 | 20:30

Bandaríska háskólagolfið: Haraldur Franklín í 6. sæti eftir 1. hring Sam Hall mótsins!!!

Haraldur Franklín Magnús, GR, tekur þátt í sama móti og Axel Bóasson, GK; Sam Hall Intercollegiate mótinu.

Mótið fer fram í Hattiesburg Country Club, í Hattiesburg, Mississippi.  Þátttakendur eru 87 frá 15 háskólum og margir  spila í mótinu bara sem einstaklingar.

Eftir 1. hring er Haraldur Franklín í 6. sæti!!!  Hann lék á glæsiegum 3 undir pari, 68 höggum, fékk hvorki fleiri né færri en 6 fugla og 3 skolla!!!

Louisiana Lafayette er sem stendur í 2. sæti í liðakeppninni og Haraldur Franklín er á besta skori liðs síns!  Glæsilegur árangur þetta hjá Haraldi Franklín og golfliði Louisiana Lafayette!!

Axel Bóasson er sem stendur í 21. sæti á sléttu pari, 71 höggi og golflið háskólans hans, Mississippi State, fyrrum skóla Haraldar Franklín, er í 3. sæti í liðakeppninni.  Skor Axels telur en hann er á 3. besta skori liðsins.

Fylgjast má með þeim Axel og Haraldi Franklín (á skortöflu) með því að SMELLA HÉR: