Anna Sólveig og Aron Snær taka þátt í Duke of York mótinu
The Duke of York Young Champions Trophy fer fram dagana 10.–12. september, leikið er að þessu sinni á hinum glæsilega golfvelli Royal St. George´s Golf Club sem staðsettur er í Sandwich, Kent, Englandi.
Tveir keppendur frá Íslandi fengu boð um þátttöku á mótinu en það eru þau Anna Sólveig Snorradóttir úr Golfklúbbnum Keili og Aron Snær Júlíusson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar.
Gestgjafi mótsins er Hertoginn af York.
Það eru 56 keppendur frá 32 löndum taka þátt í ár og er óhætt að segja að þetta mót sé í hópi sterkustu sem í boði eru fyrir kylfinga 18 ára og yngri.
Ragnar Már Garðarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar sigraði þetta mót í fyrra þegar það var haldið á Royal Troon.
Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur sigraði mótið þegar það var síðast á Royal St. George´s Golf Club árið 2010.
Íslendingar eiga því góða minningar frá þessu móti!
Heimild: golf.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
